Hringurinn helgi eftir Fergus Hume er spennusaga sem gerist á bresku óðalssetri. Hér fléttast saman svik, rómantík og magnþrungin örlög; ekkert er sem sýnist.
Lesari er Aldís Baldvinsdóttir.
Hringurinn helgi eftir Fergus Hume er spennusaga sem gerist á bresku óðalssetri. Hér fléttast saman svik, rómantík og magnþrungin örlög; ekkert er sem sýnist.
Lesari er Aldís Baldvinsdóttir.
Söguna af Hróa hetti og köppum hans þekkja flestir, enda höfðar hún til margra þátta í hugum okkar. Hugmyndin um útlagann sem rænir þá ríku til þess að gefa hinum fátæku og ræðst gegn ríkjandi óréttlæti á eigin forsendum eitthvað sem kemur við réttlætiskennd okkar allra.
Húsið í skóginum er rómantísk spennusaga eftir breska rithöfundinn Charles Garvice (1850-1920). Garvice naut gríðarlegrar hylli á sínum tíma og skrifaði yfir 150 skáldsögur. Margar bóka hans voru þýddar á íslensku og urðu mjög eftirsóttar.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Hvíti hanskinn er sígild glæpasaga eftir enska rithöfundinn Fred M. White (1859-1935). Hér segir frá Clifford Marsh, námuverkfræðingi sem er kominn í kröggur. Dag nokkurn kemur hann til aðstoðar dularfullri konu sem virðist búa yfir skuggalegu leyndarmáli.
Hvítmunkurinn er skemmtileg og áhugaverð saga af gamla skólanum þar sem örlög og ástir tvinnast saman við glæpi og refsingar.
Lesari er Aldís Baldvinsdóttir.
Í sárum er skáldsaga eftir pólska Nóbelsverðlaunahafann Henryk Sienkiewicz (1846-1916). Hér segir frá Jósep Schwarz sem kemur til borgarinnar Kiev til að hefja háskólanám og kemst þar í kynni við hóp ungra manna og dularfulla ekkju.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Í skugga óvissunnar er spennandi saga um ástir, svik, auðæfi og örlög eftir Fay Nichols.
Ívar hlújárn er hin sígilda saga eftir skoska sagnaskáldið og frumkvöðul sögulegra skáldsagna, Walter Scott. Sagan hefur yljað lesendum á öllum aldri síðan hún kom fyrst út árið 1820.
Skáldsagan Jakob ærlegur (Jacob Faithful) eftir Frederick Marryat kom fyrst út árið 1834. Hér segir frá munaðarlausum dreng sem elst upp við ána Thames og vinnur fyrir sér sem ferjumaður.
Jerúsalem er stórbrotin skáldsaga sænsku skáldkonunnar og Nóbelsverðlaunahafans Selmu Lagerlöf.
Sagan er í tveimur bindum, en hvort um sig er sjálfstæð frásögn.
Guðrún Helga Jónsdóttir les.
Kapitola / Kapitóla er spennandi og rómantísk skáldsaga um kvenhetju sem kallar ekki allt ömmu sína. Höfundurinn, Emma Dorothy Eliza Nevitte Southworth, var einn afkastamesti og vinsælasti skáldsagnahöfundur 19. aldar.
Ólöf Rún Skúladóttir les.
Keisarinn af Portúgal eftir Selmu Lagerlöf kom fyrst út í íslenskri þýðingu Dr. Björns Bjarnasonar með titlinum Föðurást. Við höfum hins vegar valið að nota titilinn sem höfundur gaf sögunni, en hún heitir á frummálinu Kejsaren av Portugallien.
Leyndarmál hertogans er saga um ástir og örlög eftir enska rithöfundinn Charlotte M. Brame.
Hinn ungi hertogi af Castlemay er beittur miklum þrýstingi af móður sinni um að kvænast, en í fortíð hans býr leyndarmál sem kemur í veg fyrir að hún fái sínu framgengt.
Leyndarmál kastalans er dularfull og spennandi saga eftir Arthur Conan Doyle, höfund sagnanna um spæjarann snjalla, Sherlock Holmes. Sagan heitir Rodney Stone á frummálinu.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Skáldsagan Ljósvörðurinn eftir Maria Susanna Cummins heitir á frummálinu The Lamplighter. Sagan kom fyrst út árið 1854 og varð strax gríðarlega vinsæl. Hér segir frá uppvexti munaðarlausu stúlkunnar Gertrude sem elst upp hjá ljósverðinum Trueman Flint.