Sagan Dombey and Son eftir Charles Dickens kom fyrst út á árunum 1846-1848. Paul Dombey er auðugur eigandi skipafélags. Hann er harður í viðskiptum og harður við fjölskyldu sína. Sonur hans, sem hann hefur lengi dreymt um að eignast, er nýfæddur þegar kona hans deyr.
Sögur á ensku
Dubliners er safn fimmtán smásagna eftir írska rithöfundinn James Joyce (1882-1941). Sögurnar komu fyrst út árið 1914 og voru skrifaðar meðan barátta Íra fyrir sjálfstæði stóð sem hæst.
Tadhg Hynes les á ensku.
Sagan Emma eftir Jane Austen er á meðal þekktustu bókmennta enskrar tungu og kom fyrst út árið 1815.
Skáldsagan Far from the Madding Crowd eftir enska rithöfundinn og skáldið Thomas Hardy (1840-1928) er ein af þekktustu og bestu ástarsögum heimsbókmenntanna. Hún var fjórða skáldsaga höfundar og sú fyrsta eftir hann til að njóta mikillar velgengni.
Frankenstein, or The Modern Prometheus eftir Mary Shelley kom fyrst út árið 1818 og markaði upphafið að nýrri tegund bókmennta.
Sagan var síðar gefin út með nokkrum breytingum, en hér er lesin sú útgáfa sem kom út árið 1818.
Hin þekkta skáldsaga Great Expectations eftir Charles Dickens kom fyrst út á árunum 1860-1861. Hér segir frá viðburðaríkum uppvaxtarárum hins munaðarlausa Philip Pirrip, eða Pip, eins og hann er kallaður.
Mark F. Smith les á ensku.
Heart of Darkness eftir Joseph Conrad er af mörgum talin með bestu skáldverkum enskrar tungu á tuttugustu öldinni. Sagan kom fyrst út árið 1899 og hefur verið þýdd yfir á fjölda tungumála. Hér segir frá Charles Marlow sem starfar við siglingar á Kongófljóti.
Sagan Howards End eftir E.M. Forster kom fyrst út árið 1910 og er talin með betri bókmenntaverkum enskrar tungu. Hér segir frá þremur fjölskyldum á Englandi við upphaf 20. aldarinnar.
Elizabeth Klett les á ensku.
Jane Eyre eftir Charlotte Brontë er ein þekktasta og vinsælasta skáldsaga enskra bókmennta. Hún kom fyrst út árið 1847.
Elizabeth Klett les á ensku.
Jude the Obscure var síðasta skáldsagan sem Thomas Hardy lauk við, en hún byrjaði sem framhaldssaga í tímariti í desember 1894. Hér segir frá unga manninum Jude Fawley sem kominn er af verkafólki en dreymir um að verða menntamaður.
Rudyard Kipling fæddist árið 1865 í Bombay á Indlandi, sem þá var bresk nýlenda. Meðal þekktustu verka hans eru The Jungle Book og Just So Stories. Kipling hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1907.
Sagan Life in the Iron Mills markaði tímamót í bandarískri bókmenntasögu sem eitt fyrsta verk raunsæisbókmennta.
Sagan birtist fyrst á prenti árið 1861.
Love Among the Chickens er skáldsaga eftir enska rithöfundinn og húmoristann P. G. Wodehouse (1881-1975), höfund sagnanna um Bertie Wooster og Jeeves. Sagan kom fyrst út á bók árið 1906 og svo í endurskrifaðri útgáfu 1921.
My Man Jeeves er safn smásagna eftir enska rithöfundinn og húmoristann P. G. Wodehouse (1881-1975).
Skáldsagan North and South er eitt þriggja þekktustu verka breska rithöfundarins Elizabeth Gaskell (1810-1965), ásamt skáldsögunum Cranford og Wives and Daughters.