Sagan The Metamorphosis eftir Franz Kafka kom fyrst út árið 1915 og telst með merkari bókmenntaverkum 20. aldarinnar.
Sögur á ensku
Sagan The Mystery of a Hansom Cab eftir Fergus Hume varð metsölubók þegar hún kom fyrst út í Ástralíu, Bretlandi og Bandaríkjunum undir lok 19. aldar. Þetta er spennandi sakamálasaga sem gerist í Melbourne í Ástralíu.
Sagan The Old Curiosity Shop eftir Charles Dickens kom fyrst út í vikublaði Dickens, Master Humphrey's Clock, á árunum 1840-1841, og svo á bók árið 1841.
Sagan um óperudrauginn eftir Gaston Leroux heitir á frummálinu Le Fantôme de l'Opéra og kom fyrst út á árunum 1909-1910.
Hún er hér í enskri þýðingu Alexander Teixeiros de Mattos.
Skáldsagan The Picture of Dorian Gray eftir Oscar Wilde birtist fyrst í tímaritinu Lippincott's Monthly Magazine árið 1890, og var svo gefin út á bók árið eftir.
The Red Badge of Courage eftir Stephen Crane (1871-1900) segir frá ungum hermanni í bandaríska borgarastríðinu (þrælastríðinu).
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Mike Vendetti.
Ævintýrasagan The Return of Tarzan eftir Edgar Rice Burroughs er önnur sagan í bókaröðinni um Tarzan, á eftir Tarzan of the Apes.
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Ralph Snelson.
Hin sígilda skáldsaga The Scarlet Letter eftir bandaríska rithöfundinn Nathaniel Hawthorne (1804-1864) kom fyrst út árið 1850 og er af mörgum talin besta verk höfundar.
Sagan um Pétur Pan eftir skoska rithöfundinn og leikskáldið J. M. Barrie (1860-1937) er ein þekktasta barnasaga enskra bókmennta.
Phil Chenevert les á ensku.
Hin sígilda saga The Strange Case of Dr Jekyll and Mr Hyde eftir skoska rithöfundinn Robert Louis Stevenson kom fyrst út árið 1886.
Lögfræðingurinn Gabriel John Utterson rannsakar dularfulla atburði er tengjast vini hans, Dr Henry Jekyll, og hinum illa Edward Hyde.
The Strategist er smásaga eftir breska rithöfundinn Saki, sem hét réttu nafni Hector Hugh Munro.
Ruth Golding les á ensku.
The Thirty-nine Steps eftir John Buchan er æsispennandi saga þar sem fléttast saman njósnir, morð, leyndarmál og hasar. Vorið 1914 er skoski verkfræðingurinn Richard Hannay nýkominn heim til London eftir langa dvöl erlendis.
Tímavélin (The Time Machine) kom út árið 1895 og var fyrsta skáldsagan sem kom út eftir H. G. Wells. Er þetta vísindaskáldsaga og fyrsta bókin af mörgum síðan þar sem þessi hugmynd um tímaflakk með einhvers konar vél er reifað.
The Touchstone er stutt skáldsaga eða nóvella eftir bandaríska rithöfundinn Edith Wharton. Sagan kom út árið 1900 og var fyrsta nóvella höfundar.
Breski rithöfundurinn Saki hét réttu nafni Hector Hugh Munro (1870-1916). Hann er hvað þekktastur fyrir hnyttnar sögur þar sem hann hæðist að bresku samfélagi og menningu við upphaf 20. aldarinnar.
Tae Jensen les á ensku.