Sagan The Awakening eftir Kate Chopin kom fyrst út árið 1899 og er af mörgum talin eitt af lykilverkum upphafstíma femínismans.
Sögur á ensku
Sagan The Beautiful and Damned eftir bandaríska rithöfundinn F. Scott Fitzgerald kom fyrst út árið 1922 og er önnur skáldsaga höfundar. Sagan er af mörgum talin byggð á sambandi Fitzgeralds við eiginkonu sína, Zeldu.
The Boar-Pig er hnyttin smásaga eftir breska rithöfundinn Saki (1870-1916), en hann hét réttu nafni Hectur Hugh Munro.
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Peter Yearsley.
The Canterville Ghost var ein fyrsta saga Oscars Wilde til að koma út á prenti. Hún hefur verið geysilega vinsæl og fjöldi kvikmynda, leiksýninga og sjónvarpsefnis hefur verið byggður á henni.
Smásagan The Curious Case of Benjamin Button eftir F. Scott Fitzgerald kom fyrst út árið 1922. Hér segir frá Benjamin Button sem við fæðingu lítur út eins og sjötugur maður og virðist eftir það eldast aftur á bak.
Sagan The Dead er síðasta og lengsta sagan smásagnasafninu Dubliners eftir James Joyce, sem kom fyrst út árið 1914.
Elizabeth Klett les á ensku.
Smásagan The Garden Lodge kom fyrst út í smásagnasafninu The Troll Garden árið 1905.
Willa Cather (1873-1947) var hvað þekktust fyrir sögur sínar af landnemum á sléttunum miklu í Bandaríkjunum. Hún hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1922.
The Gift of the Magi er falleg jólasaga eftir O. Henry. Hér segir frá hjónunum Dellu og Jim sem langar mikið til að gefa hvort öðru góða jólagjöf. En ýmislegt fer á annan veg en ætlað var.
Þessi saga er lesin á ensku.
Roy Schreiber les.
Spennusagan The Great Impersonation eftir enska rithöfundinn Edward Phillips Oppenheim kom fyrst út árið 1920. Á hún að gerast á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Sagan The Land that Time Forgot er fantasíuskáldsaga og fyrsta bókin í Caspak-trílógíu höfundar.
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Ralph Snelson.
The Last Leaf er skemmtileg smásaga eftir bandaríska rithöfundinn O. Henry (1862-1910), en hann var þekktur fyrir leiftrandi kímni, orðaleiki og sniðugar fléttur í smásögum sínum.
Marian Brown les á ensku.
Washington Irving (1783-1859) var bandarískur rithöfundur, ævisagnaritari, sagnfræðingur og diplómati. Hann var einnig fyrsti bandaríski metsöluhöfundurinn á alþjóðavettvangi.
The Legend of Sleepy Hollow er þekktasta verk hans, ásamt smásögunni Rip Van Winkle.
The Lone Star Ranger eftir Zane Grey er vestri af bestu gerð. Hér segir frá útlaganum Buck Duane, átökum hans við laganna verði og viðleitni til að hreinsa mannorð sitt.
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Mark F. Smith.
The Man in the Iron Mask er söguleg skáldsaga sem gerist í Frakklandi á 17. öld. Skytturnar þrjár koma til hjálpar ungum manni, tvíburabróður konungsins, sem haldið er föngnum með járngrímu fyrir andlitinu.
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Mark F. Smith.
The Mayor of Casterbridge er harmræn örlagasaga eftir enska rithöfundinn Thomas Hardy (1840-1928). Sagan kom fyrst út árið 1886 og hefur nokkrum sinnum verið kvikmynduð.